Drive logo

Kynntu þér geymslueiginleika Drive

Dótið þitt eins og þú vilt hafa það – eiginleikar Drive

 

Geymslurýmið virkar með Drive, Gmail og Google myndum, þannig að þú getur geymt skrár, vistað tölvupóstsviðhengi og tekið afrit af myndum beint á Drive. Þú getur einnig keypt áskriftarleið með meira geymsluplássi í skýinu eftir þörfum.

Merki fyrir 15 GB af ókeypis geymslurými á Google Drive

Myndir, myndskeið, kynningar, PDF-skjöl – jafnvel Microsoft Office-skrár. Gerð skráarinnar skiptir ekki máli, það er hægt að geyma hana á öruggan hátt í Drive.

Listi yfir skráagerðir Google Drive, þar á meðal myndir, skjöl og tónlist

Skrár á Drive eru einungis aðgengilegar þér, þar til þú ákveður að deila þeim. Þú getur boðið öðrum að skoða, skrifa athugasemdir eða breyta hvaða skrá eða möppu sem er á fljótlegan máta. Samvinna á netinu verður ekki auðveldari en þetta.

Persónuverndar- og deilingarkostir Google Drive

Öryggi skránna þinna er mikilvægt. Þess vegna eru allar skrár öruggar á Drive, alveg sama hvað kemur fyrir snjallsímann, spjaldtölvuna eða tölvuna. Drive er dulkóðað með SSL, sömu öryggissamskiptareglu og er notuð í Gmail og annarri þjónustu Google.

Öryggislás Google Drive

Hannað með Google í huga

 
Myndaviðhengi úr Gmail vistað á Drive með einum smelli

Settu bendilinn yfir viðhengi í Gmail og leitaðu að merki Drive. Þannig geturðu vistað öll viðhengi í Drive til að hafa þau í röð og reglu og deila þeim á einum öruggum stað.

Myndaviðhengi úr Gmail vistað á Drive með einum smelli

Drive getur borið kennsl á hluti á myndunum þínum og texta í skönnuðum skjölum. Þú getur til dæmis leitað að orðum eins og „Eiffelturninn“ og fengið upp textaskjöl þar sem orðið kemur fyrir, sem og myndir af Eiffelturninum sjálfum.

Mynd af Oregon-strönd sem vistuð er á Google Drive og deilt á Google+

Vistaðu myndirnar þínar á Drive og sjáðu þær lifna við með Google myndum. Settu fagmannlegan blæ á myndirnar þínar fyrirhafnarlaust, auk þess að búa til hreyfimyndir, kvikmyndir og fleira.

Google Drive gögn í Chromebook tölvum

Google Drive er innbyggt í Chromebook svo sjálfkrafa er tekið öryggisafrit af skránum þínum og myndunum. Þú færð 100 GB af ókeypis geymslurými í tvö ár með flestum nýjum Chromebook tækjum.

 

Snjallari forritanotkun

 

Búðu til efni með öðrum. Deildu skjölum og skrám, búðu til töflureikna og kynningar á örskotsstundu með forritum fyrir Skjöl, Töflureikna og Skyggnur

Skjöl, töflureiknar og skyggnur úr Google Drive sem má deila

Google eyðublöð gera þér kleift að gera könnun eða henda upp verkefnalista fyrir vinnuhópinn með einfaldri vefkönnun. Skoðaðu síðan niðurstöðurnar í snyrtilegri uppsetningu í töflureikni.

Dæmi um Google eyðublöð á Google Drive

Teiknaðu upp skýringarmyndir eða búðu til flæðirit og bættu þeim svo á einfaldan hátt við önnur skjöl eða felldu þau inn á vefsvæði með Google teikningum.

Tákn Google teikninga

Breyttu prófílmyndinni, sinntu garðinum, búðu til hugarkort og margt fleira. Fleiri en 100 forrit í Drive geta aðstoðað þig við að nýta efnið þitt. Prófaðu þau með því að setja þau upp í Drive safninu í vefverslun Chrome.

Fleiri en 100 Google Drive forrit í boði

Nýttu Drive enn betur

 
Dæmi um vistun skjala á Drive með því að taka mynd með Android síma

Skannaðu öll skjöl sem þú átt á pappír með Drive fyrir Android. Taktu einfaldlega mynd af skjölum eins og kvittunum, bréfum og reikningsyfirlitum og Drive vistar þau um leið sem PDF-skjöl.

Rofi til að skipta á milli nettengds og ónettengds Google Drive

Gerðu skrár tiltækar utan nets svo að þú getir skoðað þær jafnvel þegar síminn eða spjaldtölvan er án tengingar, svo sem í flugvél eða byggingu þar sem samband er lélegt.

Dæmi um breytingaferil skráar á Google Drive

Þú getur litið aftur um allt að 30 daga í flestum skráargerðum svo auðvelt er að sjá hver hefur gert breytingar og fara aftur í fyrri útgáfur. Skráarútgáfur verða ekki einfaldari en þetta.