Aukið öryggi fyrir Google reikninginn

Með tvíþættri staðfestingu er reikningurinn þinn varinn með aðgangsorði ásamt símanum þínum

Ástæða þess að þetta þarf

Það er auðveldara en þú heldur að stela aðgangsorðinu þínu

why-need-img-1

Það er auðveldara en þú heldur að stela aðgangsorðinu þínu

Þessar algengu aðgerðir auka allar hættuna á að aðgangsorðinu þínu verði stolið:

  • Að nota sama aðgangsorðið fyrir fleiri en eitt vefsvæði
  • Að sækja hugbúnað af internetinu
  • Að smella á tengla í tölvupósti

Tvíþætt staðfesting getur hjálpað þér að halda tölvuþrjótum í burtu, jafnvel þótt viðkomandi búi yfir aðgangsorðinu þínu.

Ímyndaðu þér að missa aðganginn að reikningnum þínum og öllum gögnum hans

Þegar óprúttinn aðili stelur aðgangsorðinu þínu getur viðkomandi læst þig úti og síðan gert eitthvað af eftirfarandi:

  • Farið í gegnum eða jafnvel eytt öllum tölvupóstinum þínum, tengiliðum, myndum, o.s.frv.
  • Þóst vera þú og sent óæskilegan eða skaðlegan tölvupóst til tengiliðanna þinna
  • Notað reikninginn þinn til að endurstilla aðgangsorð að öðrum reikningum í þinni eigu (fyrir heimabanka, netverslanir o.s.frv.)
why-need-img-2

Svona virkar þetta

Innskráning á reikninginn þinn mun virka aðeins öðruvísi

how-works-img-1

Innskráning á reikninginn þinn mun virka aðeins öðruvísi

Haltu innskráningunni einfaldri

Við innskráningu geturðu kosið að nota ekki tvíþætta staðfestingu aftur í . Framvegis verður þá einungis beðið um aðgangsorð þegar þú skráir þig inn úr þeirri tölvu.

Öryggi þitt verður áfram tryggt vegna þess að þegar þú eða einhver annar reynir að skrá sig inn á reikninginn þinn úr verður tvíþættrar staðfestingar krafist.

how-works-img-2

Svona verndar þetta þig

Aukið öryggi

Aðgangsorðið þitt Tvíþætt staðfesting

Aukið öryggi

Flestir verja reikninginn sinn aðeins á einn hátt – með aðgangsorði. Tvíþætt staðfesting tryggir að þótt einhverjum óprúttnum aðila takist að brjótast í gegnum öryggislag aðgangsorðsins þarf sá hinn sami einnig að hafa undir höndum símann þinn eða öryggislykil til að komast inn á reikninginn.

Innskráning krefst einhvers sem þú veist og einhvers sem þú hefur undir höndum

Með notkun tvíþættrar staðfestingar verndarðu reikninginn þinn með einhverju sem þú veist (aðgangsorðinu þínu) og einhverju sem þú hefur undir höndum (símanum þínum eða öryggislykli).

how-protects-img-2
how-protects-img-2

Staðfestingarkóðar sniðnir fyrir þig

Kóðar eru útbúnir sérstaklega fyrir reikninginn þinn þegar þú þarft á þeim að halda. Ef þú velur að nota staðfestingarkóða verða þeir sendir í símann þinn í gegnum SMS-skilaboð, símtal eða farsímaforritið okkar. Aðeins er hægt að nota hvern kóða einu sinni.

Kynntu þér eiginleikana til að fá frekari upplýsingar um varaleiðir til að nota þegar síminn er ekki tiltækur.