Viðbótarþjónustuskilmálar fyrir notendur Google-korta

Síðast breytt: 4. júní 2022

Með því að nota Google-kort, eða nokkrar vörur eða þjónustur þriðju aðila sem samþætta þjónustu Verkvangs Google-korta, verður þú, sem notandi, að samþykkja (1) þjónustuskilmála Google og (2) þessa viðbótarþjónustuskilmála Google („viðbótarþjónustuskilmálar Korta“). Viðbótarþjónustuskilmálar Korta innfella með tilvísun Lagalega skilmála fyrir Google-kort/Google-Jörð og forritaskil Google-korta/Google-Jarðar.

Lestu öll þessi skjöl vandlega. Saman eru þessi skjöl kölluð „skilmálar“. Í þeim kemur fram hvers þú getur vænst af okkur þegar þú notar þjónustur okkar og hvers við væntum af þér.

Ef þú notar eiginleikana í Google-kortum sem eru aðeins fyrir söluaðila til að stjórna fyrirtækjaprófílnum þínum gilda skilmálar Google-fyrirtækjaprófíls á https://support.google.com/business/answer/9292476 um þá notkun.

Við hvetjum þig til að lesa persónuverndarstefnuna. Hún útskýrir hvaða upplýsingum við söfnum, hvers vegna við söfnum þeim og hvernig þú getur uppfært, haft umsjón með, flutt út og eytt upplýsingunum þínum..

  1. Leyfi. Svo lengi sem þú fylgir þessum skilmálum veita þjónustuskilmálar Google þér leyfi til að nota Google kort, þar á meðal eiginleika sem gera þér kleift að:

    1. skoða og skrifa skýringar við kort;

    2. búa til KML-skrár og kortalög; og

    3. birta efni opinberlega með viðeigandi tilvísun á netinu, í myndskeiðum og á prenti.

  2. Frekari upplýsingar um ákveðna hluti sem þér er heimilt að gera með Google-kortum er að finna á heimildasíðunni Notkun Google-korta, Google-Jarðar og Götusýnar.

  3. Bönnuð hegðun. Það að þú fylgir þessum kafla 2 er skilyrði fyrir leyfi þínu til að nota Google-kort. Þegar þú notar Google-kort máttu ekki (eða leyfa öðrum sem aðhafast eitthvað fyrir þína hönd að):

    1. dreifa eða selja nokkurn hluta af Google-kortum eða búa til nýja vöru eða þjónustu sem byggist á Google-kortum;

    2. afrita efnið (nema þú fáir heimild til að gera það frá heimildasíðunni Notkun-Google korta, Google-Jarðar og Götusýnar eða viðeigandi lögum um hugverkaréttindi, þar á meðal „sanngjarnri notkun“);

    3. sækja í miklu magni eða búa til fjöldastrauma með efninu (eða leyfa nokkrum öðrum að gera það);

    4. nota Google-kort til að búa til eða bæta við annað kortatengt gagnamengi (þar á meðal korta- eða leiðsagnargagnamengi, fyrirtækjaskráningargagnagrunn, póstlista eða símasölulista) til notkunar í þjónustu sem kemur í staðinn fyrir, eða býður upp á mjög svipaða þjónustu og Google-kort; eða

    5. nota nokkurn hluta af Google-kortum með vörum eða þjónustu annarra aðila eða í tengslum við rauntímaleiðarlýsingar eða sjálfvirka ökutækjastjórnun, nema í gegnum ákveðna eiginleika sem Google veitir eins og Android Auto.

  4. Raunverulegar aðstæður; Eigin áhætta. Þegar þú notar kortagögn, umferð, leiðarlýsingar og annað efni Google-korta gætirðu lent í því að raunverulegar aðstæður eru aðrar en í niðurstöðum korta og í efninu, svo þú skalt beita eigin hyggjuviti og nota Google-kort með þeirri áhættu sem því fylgir. Þú berð ávallt ábyrgð á eigin hegðun og afleiðingum hennar.

  5. Efnið þitt í Google-kortum. Efni sem þú hleður upp, sendir, geymir eða móttekur í gegnum Google-kort er háð þjónustuskilmálumGoogle, þar á meðal leyfinu í kaflanum „Leyfi til að nota efnið þitt“. Hins vegar er efni sem er eingöngu staðbundið í tækinu þínu (t.d. staðbundið geymdar KML-skrár) ekki hlaðið upp eða sent til Google, og er því ekki háð því leyfi.

  6. Opinberir notendur. Ef þú notar Google-kort fyrir hönd opinbers aðila eiga eftirfarandi skilmálar við:

    1. Gildandi löggjöf.

      1. Kaflinn í þjónustuskilmálum Google um gildandi löggjöf og varnarþing á ekki við um opinbera aðila á vegum borgar eða ríkis í Bandaríkjunum og Evrópusambandinu.
      2. Fyrir opinbera aðila á vegum bandaríska ríkisins er hlutanum með þjónustuskilmálum Google varðandi gildandi löggjöf og varnarþing skipt út fyrir eftirfarandi: „Þessir skilmálar stjórnast af og eru túlkaðir og framfylgt í samræmi við bandarísk lög, án þess að vísað sé til lagaáreksturs. Aðeins að því marki sem alríkislög leyfa það: (A) eiga lög Kaliforníuríkis (að undanskildum reglum Kaliforníu um lagaárekstur) við í fjarveru viðeigandi alríkislaga; og (B) allar deilur sem verða til vegna eða tengjast þessum skilmálum eða Google-kortum verða eingöngu reknar fyrir ríkisdómstóli í Santa Clara-sýslu í Kaliforníu, og aðilar samþykkja persónulega lögsögu þessara dómstóla.“

    2. Takmörkun á rétti bandarískra stjórnvalda. Allur aðgangur bandarískra yfirvalda eða fyrir þau að Google-kortum eða notkun á þeim fellur undir kaflann „Takmarkaður réttur bandarískra yfirvalda“ ílagalegum skilmálum Google-korta/Google-Jarðar.