Hægt er að virkja Google Feedback með því að smella á valkostinn Senda álit eða Tilkynna villu í þjónustu frá Google.
Þegar þú hefur virkjað Google Feedback sérðu skyggða mynd af síðunni sem þú ert á og svarglugga fyrir Google Feedback. Þá geturðu sett inn lýsingu á áliti þínu. Ef þú ert að tilkynna um vandamál ætti góð lýsing alltaf að innihalda eftirfarandi upplýsingar:
Smelltu á Merkja til að byrja að merkja við þá hluta síðunnar sem eiga við álitið.
Færðu annaðhvort músarbendilinn yfir síðuna og smelltu á merkingar, sem birtast sjálfkrafa, eða smelltu hvar sem er á síðuna og dragðu músarbendilinn yfir þá hluta sem þú vilt merkja við.
Ef þú merkir af slysni við einhvern hluta skaltu smella á fjarlægingartáknið
(
) efst hægra
megin á merkta svæðinu til að fjarlægja merkinguna.
Ef svarglugginn fyrir Google Feedback er yfir einhverju sem þú vilt merkja geturðu smellt á ramma svargluggans og dregið hann til svo að hann sé ekki fyrir.
Ef nafnið þitt, heimilisfang eða aðrar persónulegar upplýsingar koma fram á síðunni gætirðu kosið að senda ekki þá hluta síðunnar. Með því að smella á Fela geturðu falið hluta síðunnar áður en þú sendir álitið inn.
Annaðhvort er hægt að færa músarbendilinn yfir síðuna og smella á svarta kassann sem birtist eða smella hvar sem er á síðuna og draga músarbendilinn yfir þá hluta sem á að fela.
Til að fela hluta af svæði sem búið er að merkja skaltu smella utan við merkta svæðið og draga yfir þann hluta sem þú vilt fela.
Ef þú felur af slysni einhvern hluta skaltu smella á fjarlægingartáknið (
) efst hægra megin á
falda svæðinu til að fjarlægja svarta kassann.
Smelltu á Áfram til að sjá tilkynninguna sem þú ert að fara að senda. Hægt er að breyta lýsingunni áður en álitið er sent. Google Feedback tekur saman eftirfarandi upplýsingar ásamt skjámyndinni:
Þegar þú ert tilbúin(n) að senda álit þitt skaltu smella á Senda.
Til að við fáum örugglega álitið skaltu ekki loka glugganum fyrr en þú sérð staðfestingarskilaboðin. Til að loka Google Feedback smellirðu einfaldlega á Í lagi.
Þetta var allt og sumt og takk fyrir álit þitt!
Þú getur skoðað álit sem þú hefur gefið á síðunni Tilkynningarnar mínar. Þar geturðu skoðað upplýsingarnar sem þú hefur sent með verkfærinu til að senda álit sem er í boði í ýmissi þjónustu Google á netinu.